Það verður eflaust eitthvað um Hrekkjavöku partý um næstu helgi. Sjálf er ég að fara í slíkt teiti og hef verið að velta fyrir mér í hverju ég ætla að fara.
Ég var hálf hugmyndasnauð þangað til ég rakst á færslu inn á Cosmopolitan.com sem fór yfir 22 útgáfur af Hrekkjavöku förðun. Mér finnst útgáfurnar margar hverjar mjög góðar. Förðunin er þá aðalatriðið og svo er hægt að bæta við fylgihlutum og hárgreiðslu sem passar við hana.
Svo er bara að finna sér færan förðunarfræðing eða dunda sér sjálf við málninguna.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.