Um helgina síðustu fór fram svokallað Tatto Expó á Hótel Sögu en þar var líka haldin ansi skemmtileg Pin Up keppni.
Um 18 skrautlegar og skemmtilegar stelpur tóku þátt í keppninni en að sögn Þorsteins R. Ingólfssonar ljósmyndara, sem tók meðfylgjandi myndir, höfðu dömurnar lagt mikið í að útlitið væri sem flottast.
“Þær voru hverrri annari glæsilegri og það var ekki auðvelt að reyna að ímynda sér hver þeirra myndi vinna keppnina. Það var greinilegt að áhorfendur kunnu vel að meta þetta, enda var gólfið fyrir framan sviðið vel pakkað og fólk studdi vel við sínar stelpur,” sagði Þorsteinn og bætti við að hann verði pottþétt mættur að fylgjast með á næsta ári.
Kynnir keppninnar var Egill Örn Rafnson en dómnefnd skipuðu þau Páll Sch Þorsteinsson, Fjölnir Geir Bragason, Lucky Hell, Eva Margrét Ásmundsdóttir og Halli Valli Hallgrímsson en sigur úr býtum bar flúraða skutlan í stuttbuxunum (sem við vitum ekki hvað heitir en þiggjum ábendingar).
Af myndunum að dæma var þetta kvöld sérlega skemmtilegt enda tímabært að fjölbreytileikanum sé fagnað í fegurðarsamkeppnum!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.