Hér er skotheldur tékklisti fyrir útilegurnar í sumar. Lestu hann, vistaðu, sendu á þau sem ætla með þér í útileguna, peistaðu hann inn í Reminders appið í símanum. Ekki gleyma neinu, fylltu skottið, brunaðu út í sveit!!
Alveg beisikk
- Tjald og tjaldhælar
- Svefnpoka
- Einangrunardýnu (eða jóga dýnu)
- Þægilega svampdýnu eða uppblásna
- Kodda
- Almenninlegt vasaljós
- Útilegustóla
Ef þú ert ekki alveg viss um hvar þú vilt tjalda þá er fínasti listi yfir tjaldsvæði hér á Tjalda.is
Matartíminn
- Stólar
- Borð
- Prímus
- Útigrill
- Álpappír
- Eldspítur/kveikjara
- Pott
- Litla pönnu
- Diska, hnífapör, gaffla, glös og bolla
- Tappatogara
- Salt og pipar
Til að forðast það að detta niður í mikla óhollustu á ferðalaginu þá finnurðu hérna frábær ráð á vefnum CaféSigrún.
Og auðvitað þarftu…
- Beittan hníf
- Skurðarbretti
- Kælitösku
- Vatnsflösku
- Lítinn bala fyrir uppvask
- Uppþvottalög
- Uppþvottasvamp
- Ruslapoka
- Viskustykki
- Tusku
- Tissjú
Fatnaður
- Föðurland og nærbolur
- Stutt/sundbuxur
- Síðermabol
- Létta flíspeysu/jakka
- Gönguskó
- Góða sokka
- Vettlinga
- Húfu
- Náttföt (jogging buxur og bol t.d.)
Ef þú ert ekki alveg þessi metnaðarfulla týpa sem er með fulla skápa af útivistarfatnaði, vantar til dæmis flísbuxur eða skel, þá myndi ég athuga hvort einhver góður vinur eða vinkona sé til í að lána. Þetta er dýrt dótarí og algjör óþarfi að græja allt í botn fyrir eina eða tvær útilegur á ári.
Ómissandi
- Klósettpappír
- Handspritt
- Tannkrem og tannbursti
- Greiða eða bursti
- Sólarvörn og sólgleraugu
- Handklæði
- Blautþurrkur
- Bindi og tappar
- Verkja og lyfseðilsskyld lyf
- Skyndihjálpardót
- Loritin og skordýrafæla
- Eyrnatappar
Þetta síðastnefnda er í raun algjörlega nauðsynlegt því þið vitið hvernig þetta er á tjaldsvæðunum. Unga (eða bara fulla) fólkið heldur okkur vakandi frameftir og svo vakna krakkagormarnir fyrir allar aldir og byrja að hlaupa æstir um með tilheyrandi látum. Hvort sem þú vakir frameftir eða vilt vakna snemma þá eru eyrnatapparnir þitt öflugasta vopn.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Áfram Ísland! 🇮🇸☀️