Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orð hafa líka átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarið, annarsstaðar en í bókum eða á þeim stöðum sem við eigum að venjast.
Til dæmis er orðið mjög algengt að fólk láti flúra á sig allskonar setningar, við sjáum falleg, hvetjandi orð á vegglímmiðum eða plakötum og svo eru orðin prentuð á púða, sængurver og lítil póstkort.
Skóframleiðandinn Arfango hefur verið starfandi síðan 1902 og hefur lengst af verið vinsælli í framleiðslu á skófatnaði karlmanna en eftir að þau settu á markaðinn ‘ljóðum skreytta’ og gullfallega kvenmannskó spái ég að vinsældirnar geti aukist til muna. Því miður veit ég ekki til þess að nein íslensk skóverslun hafi umboð fyrir Arfango en bið ykkur að láta mig og aðrar pjattrófur vita ef svo verður.
Ég myndi ekki slá hendinni á móti pari…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.