Lita er enn eitt meistaraverkið úr smiðju skó-snillingsins Jeffrey Campbell. Lita er ekki beint “nýjustu fréttir” í tískuheiminum en Jeffrey er sniðugur og kemur með nýja liti og ný efni reglulega til að halda vinsældum þeirra sem lengst.
Margir af frægustu tískubloggurum heims eru æstir í þessa skó og eiga þá helst í fleiri en einum lit. Í fyrstu komu þeir aðeins í svörtu og brúnu en nú hafa bæst í hópin margir litir og allskyns efni t.d leður, rússkinn og glimmer.
Mér finnst þessir skór alveg gördjöss! Þó er ég ekki viss um að ég gæti gengið í þessu, úfff..
Þessir skór seljast eins og heitar lummur og eru margar gerðir uppseldar en þó er enn hægt að næla sér í par af mörgum gerðum.
Skórnir fást m.a á solestruck.com og shopnastygal.com
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.