Eins mikið og ég elska fallega skó er ég bara hreinlega ekki með fætur í að ganga á hælum allann daginn.
Ég gefst alltaf upp eftir nokkra klukkutíma og vill bara komast í flatbotna army stígvélin aftur. Oft kaupi ég rándýra skó þótt ég viti að ég mun ekki nenna að ganga í þeim, enda geymi ég fallegustu skóna uppí bókahillu. Um daginn keypti ég MEGA fallega skó, bara varð að eignast þá og hugsaði með mér að jú ég gæti kannski farið í þeim ef ég ætlaði að sitja mest allan tíman t.d í leikhús eða eitthvað í þá áttina. Svo prófaði ég að vera í þeim í vinnunni og alltí einu var vinnudagurinn búinn og ég fann ekkert fyrir þreytu í fótunum!
Ég er búin að nota þá eeeendalaust mikið. Er oft í þeim 10 tíma vinnudag og fer svo í bæinn að dansa í marga klukkutíma og finn ekki fyrir neinum óþægindum!
Skórnir eru með háum platform sem jú minnka hallann svo um munar. Þeim svipar örlítið til “lita” skóna hans Jeffrey (ekki alveg jafn flottir, en pottþétt þægilegri!) Mínir eru gullglimmeraðir (LOVE IT) , kannski ekki praktískasti liturinn enda ætla ég að kaupa mér rautt par á morgun.
Þessir flottu skór fást í nokkrum litum í Maníu á Laugarveginum og kosta 12.900 sem verður að teljast mjög gott verð fyrir skó! Sérstaklega fyrir skó sem við getum virkilega notað!
Ég vill taka fram að ég hef engra hagsmuna að gæta hér!! Konur verða að standa saman (á hælunum) og því ákvað ég að deila þessu með ykkur og njótið nú!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.