Það kannast örugglega flestir við klassísku Dr. Martens skóna: þykkbotna svört stígvél með gulum saumum…
Skórnir einkennast af þykkum og mjúkum ‘air wair‘ sóla sem upprunalega var hannaður af læknunum Klaus Märtens en hann útbjó þessa skó eftir að hafa slasast á ökkla og átti í vandræðum með að finna nógu þægilega skó.
Árið 1959 eignaðist svo breski framleiðandinn R.Griggs Group réttin að þessari skóhönnun af lækninum og fór að framleiða þá í Bretlandi undir nafninu Dr. Martens. Árið 1960 kom fyrsta parið af klassísku Dr.Martens skónum úr framleiðslu (en sú týpa heitir 1460 og er enn þann dag í dag í framleiðslu). Þægilegur sólinn gerði það að verkum að skórnir urðu mjög vinsælir meðal vinnandi fólks (póstútburðarmanna, lögreglumanna, og þeim sem unnu í verksmiðjum).
Seint á níunda áratugnum byrjuðu svo pönkarar að ganga grimmt í þeim og mörgum finnst þetta ennþá vera hálfgerðir ‘pönkaraskór’.
Í dag eru þessir skór klárlega tískuvara enda eru þeir framleiddir í öllum stærðum, gerðum og litum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
HÉR er svo hægt að lesa nánar um sögu Dr.Martens skóna. Smelltu á myndirnar fyrir neðan til að sjá brot af því úrvali sem Dr.Martens býður upp á í dag.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.