Er í alvöru komið að þessu aftur??! Fyrir síðustu prófatörn gerði ég lista yfir nokkur góð ráð til að tækla svona tarnir. Hér er nýr listi.
1. Hættu þessu væli
…og komdu þér af stað. Þú þarft ekkert að lesa alla bókina á einum degi. Getur byrjað smátt og smátt, ein blaðsíða á hálftíma jafnvel. Þá ertu allavega búin að gera eitthvað í staðinn fyrir ekki neitt!
2. Er sól úti? Hvað með það.
Það verður pottþétt einhver sól næstu mánuðina þar sem sumarið er á næsta leiti.
3. Hættu að þrífa.
Er þetta í alvöru rétti tíminn til að hreinsa út úr öllum skápum og fara í Sorpu með dósir og drasl?
4. Farðu snemma að sofa og vaknaðu snemma.
Ertu B-manneskja? Mér er alveg sama. Rútína er góð og átta tíma svefn er nauðsynlegur fyrir skýra og skarpa hugsun. Þú gerir meira úr deginum með því að vakna snemma og getur kannski líka haldið í við A-manneskjurnar sem eru gjarnar á að eiga góðar glósur því þær mættu í alla tímana sem byrjuðu klukkan átta í vetur.
5. Planaðu daginn kvöldið áður.
Sirkaðu út hvað þú ætlar að lesa/reikna mikið. Þegar þú vaknar þá veistu nákvæmlega hvað þú ert að fara að gera. Reyndu svo að halda þig við markmiðið þitt. Það er ótrúlega góð tilfinning að ná því og algjör plús ef þú gerir meira.
6. Verðlaun.
Verðlaunaðu þig ef þú nærð markmiðinu þínu með uppáhalds sjónvarpsþættinum eða ísbíltúr með góðri vinkonu.
7. Ertu virkur facebook notandi?
Skammtaðu þér tíma þar með þessu snilldar forriti.
8. Lestu þetta yfir.
9. Andaðu og hugsaðu jákvætt.
Trúðu mér það virkar. Tel mig ekki þurfa að fara nánar út í þennan punkt en er nokkuð viss um að það séu til margar vísindalegar rannsóknir sem styðja við hann.
Gangi þér vel og mundu að ef þú skipuleggur þig og gerir þitt besta þá muntu ná!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.