SKÓLINN: Hvar í heiminum er dýrast að læra?

FotorCreatedBandaríkin og Bretland eru lönd þekkt fyrir há háskólagjöld. Það kemur því nokkuð á óvart að þessi lönd eru ekki ofarlega á topp 11 lista yfir lönd dýrust til að nema í. Þau eru í reynd fyrir miðju listans.

„Business to Business“ vefsíðan Expert Market birti greiningu á skólagjöldum eftir löndum út frá bestu háskólunum skólaárið 2014 – 2015 og skýrslu Gallup yfir tekjur 2013.

Listinn sem byggður er á heildar skólagjöldum fyrir almenna BS gráðu sem tekur þrjú til fjögur ár að öðlast, borið saman við hlutfall (%) heimilistekna, sýnir að foreldrar eru tilbúnir til að eyða 90% tekna sinna í venjulega BS gráðu í almennum ríkisskóla fyrir börnin sín.

Hvert og eitt land hefur mismunandi reglur þegar kemur að undanþágum, styrkjum, undanþágum frá skatti og greiðsludreifingu en tölurnar sýna meðaltal rukkaðra skólagjalda.

11. Japan

Reuters

Heildar skólagjöld: 2.8 milljónir eða 24.000 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 18%

Í Japan eru 500 háskólar sem veldur því að skólagjöld eru lægri en þekkjast í sumum löndum. Mest er lögð áhersla á vísindi, stærðfræði og verkfræði þegar kemur að framhaldsmenntun í Japan. Sem þýðir að margir nemendur sem kjósa félagsvísindi fara erlendis til að sækja menntun á sínu sviði.

10. Singapore

George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, í Singapore 2006. Reuters

Heildar skólagjöld: 4.1 milljónir eða 35.400 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 36%

Það eru einungis fimm ríkisháskólar á eyjunni Singapore, svo að gjöld fyrir læknis-og vísinda menntun er þar af leiðandi mjög há. Hins vegar er Singapore þriðja ríkasta ríki í heimi, háar tekjur þýða að foreldrar eyða rétt yfir þriðjung launa sinna til að koma börnum sínum í framhaldsnám (BS gráða).

9. Bretland

Reuters

Heildar skólagjöld: 4.7 milljónir eða 40.290 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 42 %

Skólagjöld í Bretlandi eru svo há að þau ná næstum yfir helming heimilistekna. Samt sem áður er landið bara í níunda sæti listans.

8. Litháen

Reuters

Heildar skólagjöld: 2.9 milljónir eða 23.904 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 48%

Árið 2009 mótmæltu nemendur í höfuðborg Litháen, Vilnius, breytingum á menntastefnu yfirvalda. Vegna þess að þau töldu breytingarnar fela í sér aukinn námskostnað. Þau höfðu rétt fyrir sér enda fer næstum helmingur tekna foreldra háskólanema í skólagjöld.

7. Úkraína

Reuters

Heildar skólagjöld: 2.7 milljónir eða 23.200 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 52%

Á einum tímapunkti voru fleiri háskólar í Úkraínu en á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Belgíu samanlagt. Landið hefur fækkað háskólum úr 900 í 200 síðustu þrjú árin. Stór fjöldi þeirra bjóða upp á sérhæft nám í herfræðum svo nemendur geti skráð sig í herinn strax að námi loknu.

6. Bandaríkin

Reuters

Heildar skólagjöld: 10.7 milljónir eða 91.832 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 53%

Bandaríkin eru þekkt fyrir himinhá skólagjöld inn í háskóla. Laun í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum þykja há miðað við annars staðar. Vandamálið í BNA er að gjöldin hækka meira en launin.

„Þróunin er sú að skólagjöld halda áfram að hækka en laun standa í stað, framhaldsmenntun er að verða eitthvað sem einungis „elítan“ getur leyft sér.“ Segir Jared Keleher hjá Expert Market.

5. Malasía

Reuters

Heildar skólagjöld: 2.1 milljónir eða 18.000 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 55%

Í Malasíu eru um 20 háskólar og gjöld eru lág í samanburði við önnur lönd. Án skólastyrkja eða lána fer hins vegar rúmlega helmingur af launum foreldra í skólagjöld.

4. Chile

Reuters

Heildar skólagjöld:  2.7 milljónir eða 23.600 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 73%

Námsmenn í Chile hafa mótmælt grimmt frá árinu 2011 til 2013. Í stuttu máli vegna ójafnréttis til náms sökum hárra skólagjalda miðað við tekjur.

3. Eistland

Reuters

Heildar skólagjöld: 4.5 milljónir eða 38.400 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 76%

Eistlensk yfirvöld settu vísindi og tækni í algjöran forgang árið 2011 en hlutfall nemenda í tækni, vísindum, verkfræði og stærðfræði féll all verulega í kringum 1990. Þó hlutfallið hafi aukist síðustu ár er lang dýrast að sækja nám á þessum sviðum.

2. Rúmenía

Reuters

Heildar skólagjöld:  2.9 milljónir eða 25.200 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 86%

Í Rúmeníu er mikil áhersla lögð á vísindi. Þó einkum og sér í lagi á læknisfræði. Framhaldsmenntun er vanalega frí fyrir rúmenska ríkisborgara en stjórnvöld gera samt ráð fyrir að einhver sæti þurfi að borga fyrir. Skólagjöld eiga alltaf við um erlenda nemendur.

1. Ungverjaland

Ungverskir nemendur mótmæla niðurskurði yfirvalda í háskólakerfinu í Budapest 12. desember 2012. Reuters

Heildar skólagjöld: 4 milljónir eða 34.200 BNA dalir

Hlutfall launa sem fer í skólagjöld: 92%

Ungverskir foreldrar eyða um 90% af tekjum sínum í framhaldsmenntun barna sinna á hverju ári, sem takmarkar námsþáttöku þeirra efnaminni.

Nemendur geta hins vegar öðlast frítt háskólanám ef þeir búa í landinu í 10 ár samfleytt eftir að þeir útskrifast.

(Frétt fengin frá Business Insider)
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: SKÓLINN: Hvar í heiminum er dýrast að læra?