Bandaríkin og Bretland eru lönd þekkt fyrir há háskólagjöld. Það kemur því nokkuð á óvart að þessi lönd eru ekki ofarlega á topp 11 lista yfir lönd dýrust til að nema í. Þau eru í reynd fyrir miðju listans.
“Business to Business” vefsíðan Expert Market birti greiningu á skólagjöldum eftir löndum út frá bestu háskólunum skólaárið 2014 – 2015 og skýrslu Gallup yfir tekjur 2013.
Listinn sem byggður er á heildar skólagjöldum fyrir almenna BS gráðu sem tekur þrjú til fjögur ár að öðlast, borið saman við hlutfall (%) heimilistekna, sýnir að foreldrar eru tilbúnir til að eyða 90% tekna sinna í venjulega BS gráðu í almennum ríkisskóla fyrir börnin sín.
Hvert og eitt land hefur mismunandi reglur þegar kemur að undanþágum, styrkjum, undanþágum frá skatti og greiðsludreifingu en tölurnar sýna meðaltal rukkaðra skólagjalda.
Í Japan eru 500 háskólar sem veldur því að skólagjöld eru lægri en þekkjast í sumum löndum. Mest er lögð áhersla á vísindi, stærðfræði og verkfræði þegar kemur að framhaldsmenntun í Japan. Sem þýðir að margir nemendur sem kjósa félagsvísindi fara erlendis til að sækja menntun á sínu sviði.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.