Skjöld Eyfjörð kannast margir við en hann lagði sitt af mörkum til að fegra íslensku þjóðina áður en hann lagði land undir fót og flutti til Noregs með manninum sínum Magnúsi.
Skjöldur rak hárgreiðslustofuna 101 Skjöldur áður en hann fór út en nú vinnur hann á hárgreiðslustofu í Stavanger ásamt því að lifa skemmtilegu lífi sem hliðarsjálfið dragdrottningin Míó.
Skjöldur er Pjattrófa dagsins…
Hvað leynist í snyrtibuddunni þinni/baðskápnum/töskunni?: Hehehheh eeeeeeeeeeee ALLT of mikið af dóti, það er ekki möguleiki að telja þetta upp.
HVER VAR FYRSTA SNYRTIVARAN SEM ÞÚ NOTAÐIR OG HVERNIG GEKK?
Ég var búinn að vera í snyrtidótinu hennar mömmu frá fæðingu en það fyrsta sem ég eignaðist sjálfur var bólufelari frá Clerasil.
HVER ER UPPÁHALDS SNYRTIVARAN Í DAG?
Radiant C Daily Skin Booster krem frá Herbalife og glansúði fra S Factor og Tigi.
HVER ER UPPÁHALDS MASKARINN?
Ég er algerlega ástfanginn af möskurum frá NYX. Þeir eru frábærir að vinna með!
HVERJAR ERU EFTIRLÆTIS HÁRVÖRURNAR, STYLING OG ÞVOTTUR?
LOVE sjampó og næring frá Davines eru frabærar vörur fyrir mitt hár og eins og áður segir glanssprey frá S+Factor og Beverly Hills.
HVER ER LYKILLINN AÐ AÐLAÐANDI ÚTLTI?
Hreinlæti og sjálfsvirðing.
HUGSARU UM HEILSUNA?
Já, eftir fremsta megni en þetta er ekkert í líkingu við það sem ég gerði áður.
HVAÐA FÆÐU Á MAÐUR AÐ FORÐAST TIL AÐ HALDA FALLEGU ÚTLITI?
Sykur og hveiti. Ég tek reglulega kúra til að afeitra líkamann af þessu. Ef hvítur sykur kæmi á markað í dag væri hann eflaust bannaður og flokkaður sem eitur.
HVAÐA SNYRTIVÖRU KAUPIRÐU AFTUR OG AFTUR?
Concealer frá Make Up Store.
HVERNIG LÍÐUR HEFÐBUNDINN DAGUR HJÁ ÞÉR?
Ég á aldrei hefðbundna daga. Hver einasti dagur er ólíkur þeim fyrri þar sem ég er alltaf að gera svo marga mismunandi hluti í lífinu. Eitt er víst að þetta verður aldrei reglubundið.
HVAÐAN KOMA HUGMYNDIR ÞÍNAR AÐ FÖRÐUN OG FÍNU LÚKKI?
Allstaðar að; úr ævintýrum, tískublöðum, draumum og venjulegum hefðbundnum hlutum eins og parketi, steypu, matvöruverslunum og bara allstaðar!
FIMM EFTIRLÆTIS DÍVURNAR ÞÍNAR?
Madonna, Marylin Monroe, Ru Paul, Mio Amore og Mamma mín.
HVERN LANGAR ÞIG MEST AÐ TAKA Í MEIKÓVER?
Hehhehehehe Guuðð það eru svo margir! Ég get ekki nefnt einhvern einn án þess að móðga fólk.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.