Ég var rétt í þessu að lesa frétt um egypska foreldra sem ákváðu að skíra fyrsta barnið sitt FACEBOOK.
Þetta gera þau í tilefni af byltingunni sem átti sér stað í Egyptalandi og hófst í raun með því að fólkið stillti saman strengi sína á Facebook.
Með því að skíra stelpuna Facebook eru þau að votta miðlinum virðingu sína.
Við hér á Íslandi erum að fárast yfir hinum og þessum nöfnum, (Vídó og Zeppelin hafa t.d. verið bönnuð) og við erum með heila mannanafnanefnd til að fara yfir málin en í mörgum löndum geta foreldrar gefið börnum sínum hvaða nafn sem er.
Til dæmis heyrði ég um bræður á Filipseyjum sem heita President, Vice-President og Priminister. Flott að vera tíu ára og heita President!
Bandaríkjamenn eru að vonum hæst ánægðir með “Facebook” litlu og segja að hún hefði eins getað heitið Google, Twitter eða Youtube en allt eru þetta miðlar sem stuðla að tjáningarfrelsi.
[poll id=”25″]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.