Mig langar að deila hérna hugmyndum að því hvernig er hægt að skipuleggja förðunardótið sitt. Sjáfri finnst mér rosalega gaman að sjá hugmyndir annara og datt í hug að mitt skipulag gæti veitt einhverjum innblástur.
Mér finnst þægilegast að hafa förðunardótið inní herbergi og húðvörunar mínar inn á baði en íbúðin sem ég bý í er tveggja herbergja, þannig annað herbergið er notað sem snyrtiherbergi.
Þegar ég var að plana herbergið á sínum tíma ákvað ég að fjárfesta í snyrtiborði. Ég verð samt að viðurkenna að úrvalið af snyrtiborðum var því miður af skornum skammti þannig að klassíska IKEA snyrtborðið sem flestir sem eiga snyrtiborð varð fyrir valinu. Kommóðan hliðina á var einnig keypt í IKEA en hún er alveg svakalega hentug.
Ég er samt sem áður mjög ánægð með snyrtiborðið þó svo að margir eigi svona borð. Það er stór og góð skúffa undir því þar sem hægt er að geyma dótið og þar er ótrúlega þægilegt að hafa allt flokkað og allt á sínum stað. Það er vel hægt að nýta sér hugmyndir þó svo að þið séuð kannski ekki endilega með sama pláss eða sama magn af vörum.
Það er t.d. hægt að búa til aðstöðu í svefnherberginu eða annars staðar í íbúðinni. Hér má sjá brot af því hvernig ég flokka dótið mitt:
Blýantar og förðunarbustar
Ég keypti líka blómavasa í IKEA fyrir burstana mína. Svo nota ég glös, kertastjaka (þar sem kertið er brunnið) undir blýanta og bómul og eyrnapinna.
Maskarar og mest notuðu palletturnar
Ég keypti stórar og litlar körfur í rúmfatalagernum til þess að setja bæði ofan í stóru skúffuna og í hilluna, svo allt væri flokkað og skipulagt. Mér finnst þægilegt að stafla mest notuðu pallettunum í hornið ofan á hver aðra.
Farðar
Ég nota tvær stórar körfur undir farðana
Púður – blandaðar týpur
Augn- kinnalita og varalita pallettur
Hyljarar + primerar
Stakir kinnalitir
Stakir augnskuggar
Varalitir, varasalvar og glossar
Augnhár, skraut, glimmer
Restina af dótinu mínu geymi ég svo í ferðatösku en mér finnst mjög þægilegt að geta hent dótinu mínu í ferðatösku. Í töskunni geymi ég til dæmis það sem er minna notað og glærar snyrtitöskur til þess að halda öllu skipulögðu þegar ég þarf að fara á aðra staði eða ferðast með förðunardótið mitt.
Svo er bara að vera duglegur að fara í gegnum og flokka, gefa það sem við notum ekki og henda því sem er orðið gamalt, þrífa burstana sína og halda öllu skipulögðu og fínu.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com