Skiptir aldurinn máli?
Það er stór spurning þegar kemur að ástinni. Auðvitað getum við fundið fyrir aldursmuninum en það þýðir ekki að ástin sé ekki til staðar.
Bellu dagsins finnst stundum pirrandi hversu miklir fordómar eru fyrir konum sem eiga yngri menn. Ef karlmaður á yngri konu er hann aðalmaðurinn en ef kona gerir slíkt hið sama finnst sumum konan “sorgleg” og telja að hún ætti að reyna finna sér mann á eigin aldri.
‘Karlmaðurinn á vera að eldri og passa uppá konuna sína’ – eitthvað svona. Gjörsamlega fáranlegar óskráðar reglur.
Þetta hefur reyndar lagast með árunum, sérstaklega eftir Cougar town þættina sem hafa gert allt vitlaust. Þar leikur Courtney Cox fertuga konu sem leikur sér með mun yngri strákum.
Ég hef deitað menn á öllum aldri. Aldursmunurinn á yngsta og elsta manninum sem ég hef verið með spannar heil 19 ár. Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst eldri karlmenn oft ekkert þroskaðari en þeir yngri og oft jafnvel mun verri í rúminu.
Margar konur sem hafa sofið hjá yngri karlmönnum segja það sama og ég. Yngri karlmenn hafa meira þol í rúminu og þora meiru en þeir eldri.
Ef þú ert efins um hvort þú eigir að tala við mann af því hann er yngri en þú skaltu notast við reglu sem hefur reynst mér vel. Ef maðurinn er góður og myndalegur hugsaðu þá burt séð frá aldri hans “myndi ég deita hann ef hann væri jafngamall mér eða eldri”?
Ef svarið er já, gleymdu þá öllum óskáðum reglum, gleymdu því sem aðrir segja. Hlustaðu á hjartað!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.