Flestar glímum við við það vandamál að vera með of þurra húð, sérstaklega þegar veðrið hagar sér eins og það hefur gert undanfarnar vikur þar sem er kalt, síðan frost og loks kemur rigning og hlýindi.
Þarna blandast saman hin ýmsu tilbrigði veðurs og húðin fær ekki nógu langan umhugsunartíma til að átta sig á því hvernig hún á að aðlaga sig vegna þess að einn daginn er frost og þann næsta er rigning og mikill raki í loftinu.
Þetta hefur óneitanlega áhrif á það hvernig húðin okkar lítur út dags daglega og mín reynsla af þessum vetri hefur að minnsta kosti verið frekar slæm, húðin mín hefur verið mjög þurr og erfið og ekki alltaf upp á sitt besta.
Loksins hef ég þó kynnst kremi sem hjálpar í íslenska veðrinu. Mér finnst oft þegar ég nota svona krem eins og ég sé hálfpartinn með vaselín á andlitinu en þetta krem lætur manni alls ekki líða þannig OG maður finnur virkni þess við fyrstu notkun.
Kremið heitir SKIN LIFE SOS Protection Perfection og kemur frá snyrtivörurisanum Helenu Rubinstein. Eins og nafnið gefur til kynna ver það húðina.
Kremið verndar húðina meðal annars gegn UV geislum, mengun og varðveitir einnig fegurð hennar. Þess má einnig geta að kremið er með SPF 20 sem er frábær kostur þegar sólin er svona lágt á lofti yfir vetrartímann og getur verið mjög sterk.
Kremið kemur í þægilegri 75 ml túbu og má nota kvölds og morgna -eða hvenær sem er dagsins. Gott er að bera kremið niður á hálsinn en forðast skal augnsvæðið.
Lyktin af kreminu er fersk með léttum sítrusilm og hentar öllum húðgerðum. Eiginleikar kremsins eru meðal annars þeir að það hefur andoxandiáhrif og það inniheldur E-vítamín. Það hjálpar til við endurnýjun húðarinnar þegar hún hefur orðið fyrir áhrifum utanaðkomandi áhrifa svo sem vegna veðurs eða sólarinnar, það dregur einnig úr hrukkumyndun á ungri húð sem hefur til dæmis orðið fyrir bruna eftir sólaljós.
Frábært krem fyrir ungar íslenskar konur, 20+ og vilja vernda andlit sitt gegn utanaðkomandi áhrifum og veita því góðan raka.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig