Á Fimmtudagskvöldið síðasta fór fram dásamleg veisla að Nauthóli þar sem rúmlega hundrað konur komu saman að kynna sér Skin Doctors vörurnar.
Boðið var upp á eðal kampavín frá Moet & Chandon en yfirmatreiðslumeistari Nauthóls reiddi fram frábært sushi og litla tapasrétti.
Skin Doctors vörurnar hafa slegið rækilega í gegn síðan þær komu í sölu hér á landi en þær hafa m.a. lengi verið seldar hjá Sephora í Bandaríkjunum og Boots í Bretlandi. Vörurnar innihalda marga sértæka flokka sem taka á ákveðnum vandamálum en þú getur m.a. fengið andlitslyftingu á augabragði, læknað þurrar hendur og losnað við inngróin hár svo fátt eitt sé nefnt.
HÉR er Facebook síða Skin Doctors (skemmtilegur gjafaleikur í gangi þar) og meiri upplýsingar en hér sérðu myndir úr þessu flotta stelpupartýii…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.