Nú fer Október senn að ljúka (tíminn líður hratt!) en eins og kunnugt er þá er október, mánuður Bleiku slaufunnar árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.
Næstkomandi fimmtudag verður haldið Bleika boðið í Hörpunni en þar mæta 1000 konur í skemmtun af ýmsum toga. Margir listamenn munu koma fram í boðinu og skemmta gestum en í fyrra var sýningin ótrúlega flott þar sem meðal annars komu fram fimleikakonur sem sýndu listir sínar í loftinu, við fengum að sjá magadans og sungu konur falleg lög.
Boðið á fimmtudaginn hefst klukkan 20:00 með fordrykk og hefst dagskráin klukkan 22:30 en ég mæli með að mæta snemma svo maður geti skoðað sig um en í Bleika boðinu í ár verða fullt af sýningarbásum sem gaman er að skoða.
Þetta er dagskráin, en hún lítur glæsilega út!
DAGSKRÁ
- HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00
- VEISLUSTJÓRN: BRYNJA VALDÍS og BRYNDÍS ÁSMUNDS
- FJÖLDI KYNNINGAR- OG SÖLUBÁSA FRÁ ÍSLENSKUM HÖNNUÐUM OG FYRIRTÆKJUM.
- LÉTTAR VEITINGAR FRÁ HÖRPUDISKI.
- LÖGREGLUKÓRINN
- DUO DE MANO
- DANS-TÍSKUSÝNING, SIGRÚN BIRNA BLOMSTERBERG DANSHÖFUNDUR OG FATAHÖNNUNARFÉLAG ÍSLANDS
- FIMLEIKAFÉLAGIÐ GERPLA
- FLENSBORGARKÓRINN
- HAPPDRÆTTI
- ANDREA GYLFA OG MAREL-BLUESBANDIÐ
- DIKTA
- ALVÖRU MENN
- TÖFRAMENN (DANÍEL OG EINAR)
- FRIÐRIK ÓMAR OG JÓGVAN
- O.FL.
Ég mæli með að vinkonuhópurinn skelli sér á þetta kvöld og skemmti sér konunglega í góðra kvenna hópi!
En svona að lokum er hér hvatningarmyndband sem ég gerði fyrir þá sem þurfa á því að halda, en þó það sé skrítið að segja það þá getur krabbamein verið gjöf og leitt af sér góða hluti í lífinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5Hq_ynYrkkw[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.