Oft fáum við leið á heimilinu og viljum breyta til. Þetta getur bæði verið tímafrekt og dýrt en sem betur fer eru til margar einfaldar og auðveldar lausnir við því.
Límmiðar og veggfóður eru til dæmis mjög skemmtileg lausn. Tekur enga stund að setja á veggi og útkoman verður stórskemmtileg. Límmiðar eru sérstaklega sniðugir í barnaherbergi því börnum finnst gaman að breyta til og því er gott að geta gert það með einföldum hætti.
Þú færð vegg-límmiða bæði í IKEA og Söstrene Grene en líka internetinu, m.a á þessari síðu hér.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.