Barnshafandi konur í Mexico voru þær fyrstu til að bera þennan skartgrip en þær komust fljótt að því að hljóðið í hálsmeninu hafði róandi áhrif á barnið, bæði í móðurkvið og eftir fæðingu.
Inn í hálsmeninu er eins konar sílófónn sem lítil kúla dansar í kringum og allt frá 20. viku meðgöngu getur barnið heyrt og þekkt hljóðið frá hálsmeninu. Með því að bera skartgripinn reglulega þá heyrir barnið fallegan og róandi hljóm sem það mun einnig þekkja eftir fæðingu og er það talið að hljóðið hafi róandi áhrif á barnið en hálsmenið er staðsett við nafla þegar það er borið á meðgöngu.
Bola er fallegur skartgripur með einstaka sögu og er tilvalin gjöf til að gefa verðandi móður eða bara ef þig sjálfri langar til að gleðja þig á meðgöngunni en þessi sætu men er hægt að fá hjá Tvö Líf.
Mig langar í svona bola hálsmen, fallegt og sniðugt.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.