Það er frábært hvað örlítið skart getur lífgað upp á og þá gildir oft einu hvort þú notar eyrnalokka, armbönd, hringa eða hálsfestar.
Stundum getur verið mjög fallegt að klæðast einföldum fatnaði en skreyta hann með skartinu einu saman. Þetta á t.d. vel við í okkar svartklædda samfélagi þar sem svo margir virðast festast í þeim lit.
Hér eru nokkrir fallegir skartgripir, hæstmóðins í dag.
Smelltu til að skoða og stækka:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.
2 comments
Hvar fást eyrnalokkar nr2 og gríman? Er gríman ekki annars hálsmen?
Nei meina eyrnalokkar nr1 🙂 Þessir á stóru myndinni.