Um daginn fékk ég fallegt skartgripatré úr plexíplasti að gjöf. Svart og glansandi.
Ég fór að velta því fyrir mér hvar og hvað ég ætti að segja á það.
Ég kom mínu fyrir á kommóðunni við hliðina á sjónvarpinu inn í stofu. Skreytti það með uppáhalds hálsmenunum mínu og komst að því að þetta er miklu meira ein bara skartgripatré.
Tréð er mjög fallegt bara eitt og sér og líka ef maður setur kerti fyrir aftan -þá kemur mjög fallegur skuggi á vegginn frá trénu!
Skartgripatréð er eftir ungan hönnuð sem kallar sig Skapi. Það er til í nokkrum litum og tveimur stærðum.
Það fæst í Líf og list í Smáralind og er ekki dýrt að mínu mati. Mæli með þessu tré fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að finna jólagjöf handa skvísunni í fjölskyldunni eða ömmunni sem eiga alltof mikið af fallegum hálsmenum ofan í skúffu.
www.skapi.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.