Talya Frank er stofnandi, hönnuður og eigandi Tatali Design, fyrrum tískuhönnuður og með mikla ástríðu fyrir öllu sem er fallegt og litríkt.
Ég féll flöt fyrir þessar einstöku konu og hennar hönnun. Hún er að gera hluti sem eru öðruvísi og einstakir en verandi tískuhönnuður segist hún elska skartgripi:
“Fallegur skartgripur getur gert svo mikið fyrir það sem þú ert í sem dæmi og jafnvel hresst upp á skapið í leiðinni.”
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á plastefni alveg frá því ég var að vinna með það í skóla. Svo ég fór að kynna mér það betur og hvernig væri hægt að nota það í skartgripagerð. Því meira sem ég lærði þeim mun meira elska ég það. Það var svo fyrir ári síðan að merkið mitt Tatali fæddist.
Hvað ertu aðalega að hanna?
Ég bý til skartgripi sem eru “one of a kind” þ.e engir tveir eru eins og ég geri þá úr plasti (Resin) og ég blanda saman gulli, silfri og fleiru.
Plastið hefur þann eiginleika að enginn gripur verður eins þannig að berir þú skart frá mér getur þú verið viss um að bera einstakan grip sem enginn annar á.
Plastið er í fyrstu glær vökvi sem ég lita og helli í handgerð mót sem ég geri úr sílikon gúmmíi. Þegar svo plastið hefur harðnað tek ég það úr mótinu og vandlega pússa það og ég nota 15 tegundir af sandpappír í þetta verk. Allir mínir gripir eru gerðir í mínu stúdíói af ást og kærleik.
Hvaðan færðu þínar hugmyndir?
Ég var fædd í Suður Afríku og ólst upp í Ástralíu en bý í dag í Ísrael. Ég hef verið umkringd allt mitt líf af fallegustu og yndislegustu mynstrum, litum og menningu sem hafa gefið mér minn innblástur í mína skartgripalínu. Einnig elska ég náttúruna sem er auðvitað fallegasti hönnuðurinn.
Áttu uppáhalds mun sem þú hefur hannað?
Ég held að minn uppáhalds munur úr eigin hönnun séu þessir sem ég geri þegar ég blanda gull laufum saman við plastið.
Veistu eitthvað um íslenska hönnun?
Ég elska Andersen & Lauth. Einnig er ég heilluð af ljósmyndaranum Rebekku Guðleifsdóttur eftir að hún gerði ljósmyndaseríuna sem sýnir börn borða þessa risa-máltíðir sem allt of mikið er af í heiminum í dag.
Ertu spennt fyrir framtíðinni?
Þar sem ég er tiltölulega bara nýbyrjuð þá finnst mér ég hafa endalaus tækifæri til að vinna með. Mig langar að byrja með heildsölu þar sem ég get selt út um allan heim og einnig að opna verslun.
Þú finnur Tatali Designs á Facebook og einnig heimasíða www.tatalidesigns.com og svo selur hún hjá etsy.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.