Köngulær, flugur, snákar, eðlur og froskar…er þetta ekki eitthvað sem við flest reynum að forðast? Samt sem áður hafa þessi litlu dýr alltaf verið vinsælt viðfangsefni þegar kemur að skartgripahönnun…
…Það er eitthvað falleg við að hafa glitrandi snák vafinn um hálsinn, ég er allavega alveg að fíla þetta þó að ég forðist raunverulegar köngulær og snáka eins og heitan eldinn. Hvað með ykkur, er þetta fínt eða bara skrítið?
Hér fyrir neðan eru nokkrir fallegir skargripir sem væru flestir frekar ‘nastí’ ef þeir væru ‘the real thing’!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.