Ég er alltaf svo hrifin af því þegar fegurð og fínerí tvinnast góðum málstað en þetta er einmitt tilfellið með nýtt armband sem Sigurður Ingi hjá Sign hannaði fyrir Vildarbörn Icelandair.
Armbandið kallar hann LÍFSTRÉ en á það eru letruð orð sem endurspegla ýmsa þætti í lífi mannsins.
“Það samanstendur af sjö hlekkjum þar sem hver hlekkur vitnar um mikilvæga þætti lífsins. Vegferð: Lífið sjálft og ástina sem viðheldur því. Þroskann sem vex út lífið. Hugann sem leitar uppi það háleita.Fegurðina og margbreytileika hennar. Ástríðuna sem flytur fjöll. Friðinn, forsendu gleðinnar. Dögun lífsins og eilífð þess sem marka upphaf jarðvistarinnar allt að nýju upphafi.”
Allur ágóði af sölu armbandsins rennur til styrktar Vildarbörnum en það er sjóður sem styrkir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Slíkir styrkir eru alltaf virkilega kærkomnir enda líklegast ekki til erfiðari lífsreynsla en sú að lifa í von og ótta um að lítið barn nái fullri heilsu eftir erfið veikindi. Þá er gott að geta farið með alla fjölskylduna og gleymt áhyggjunum um stund á Flórída eða öðrum góðum stað. Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans!
LÍFSTRÉ er selt um borð í flugvélum Icelandair og kostar 56.000 eða 45.000 vildarpunkta! Sjálf á ég svona armband og er mjög hrifin af því. Það er gott að kíkja stöku sinnum á orðin sem eru letruð á armbandið og minna sig á þessa þætti í lífinu. Svo finnst mér þetta frábær gjöf því það er eitthvað svo flott að gefa gjöf sem gefur.
Virkilega vel heppnað og fallega hugsað framtak hjá Inga og Vildarbörnum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.