KRIA skartgripirnir hafa slegið rækilega í gegn á Íslandi á undanförnum misserum en það er Reykjavíkur/New York daman Jóhanna Methusalemsdóttir sem hannar þá og smíðar.
HÉR geturðu lesið skemmtilegt viðtal við Jóhönnu en í gripina notar hún meðal annars það sem finnst í íslenskum fjörum og húðar með gulli eða silfri. Skartið er svolítið ‘tribal’ enda erum við íslendingar ekki bara nokkrir litlir ættbálkar ef vel er að gáð?
Hér í myndasafninu er það nýjasta frá Kria en HÉR geturðu keypt skartið og skoðað betur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.