Þemað í þessum myndaþætti er skart!
Flestar elskum við skart en fallegur skartgripur er einhver skemmtilegasta og eigulegasta gjöf sem kona fær…
Í þessum myndaþætti má sjá bæði íslenska hönnun sem erlenda.
Það er óhætt að segja að úrvalið sé gott í þeim verslunum sem við höfum hér heima og það er einstaklega gaman að sjá hvað það eru góðir hlutir að gerast í íslenskri skargripahönnun.
Skartið sem sjá má hér fyrir neðan kemur frá Orr, Hringa, Aftur og Aurum.
Ljósmyndirnar eru eftir undirritaða en förðunin var í höndum Gunnhildar pjattrófu og förðunarsnillings á meðan Svava Dögg frá Elite sat fyrir.
Ljósmyndir: Guðný Hrönn Antonsdóttir
Förðun: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir
Fyrirsæta: Svava Dögg Björgvinsdóttir hjá Elite
____________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.