Í mínum huga er ekki til sú sjónvarpsþáttaröð sem minnir mig meira á 90’s árin en hin epíska sería Twin Peaks úr smiðju snillingsins David Lynch.
Þar segir af örlögum prom-drottningarinnar Lauru Palmer sem elst upp í smábænum Twin Peaks en fyrsti þátturinn hefst á líkfundi hennar. Í bæinn mætir hinn sérkennilegi rannsóknarlögreglumaður Cooper, leikin af Kyle MacLachlan, og þáttaröðin rekur svo rannsóknina og um leið kynnast áhorfendur bæjarbúum í Twin Peaks, daglegu -og sálarlífi þeirra.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=UXjTEw9Qm0k[/youtube]
Fyrsti þátturinn fór í loftið í apríl árið 1990 en aðeins voru framleiddar tvær þáttaraðir. Mögulega var heimurinn ekki alveg klár fyrir skringilegheitin í David Lynch á þessum tíma því þættirnir voru aldrei nógu ‘mainstream’ til að framleiðslu værið haldið áfram.
Nú dregur þó til tíðinda því fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að von væri á þriðju Twin Peaks þáttaröðinni, alveg 24 árum síðar! Það tók semsagt alveg 24 ár að melta snilldina en margir halda því fram að Twin Peaks hafi hreinlega breytt reglunum um framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir almenning.
Það er bandaríska sjónvarpsstöðin ShowTime, sú sama og meðal annars kom Dexter á kortið, sem ætlar að framleiða þriðju þáttaröðina en framleiðandinn lofaði að serían yrði bæði ‘dásamleg og skrítin’ eins og Cooper rannsóknarlögreglumaður myndi orða það.
Bæði David Lynch og Mark Frost sem gerði þættina með honum eru mjög spenntir fyrir þriðju seríunni sem er væntanleg á þarnæsta ári.
Við bíðum spennt þangað til. Og ef þú hefur ekki horft á Twin Peaks þá er réttast að byrja bara strax, eða spara þáttaraðirnar (sem fá 9 stig af 10 á IMDB) þar til styttist í þá þriðju. Við eigum gott í vændum!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.