Top of the Lake er Nýsjálensk þáttaröð í leikstjórn Jane Campion sem meðal annars er þekkt fyrir óskarsverðlaunamyndina The Piano en Top of the Lake kom út í fyrra.
Fyrsti þátturinn hefst á því að hin 12 ára gamla Tui reynir að fyrirfara sér í ísköldu stöðuvatni. Lögreglukonan Robin Griffin (Mad Men) er kölluð til rannsóknar á málinu enda um kynferðisofbeldi að ræða þegar 12 ára barn gengur með barni.
Þegar Tui hverfur svo skyndilega áttar Griffin sig fljótt á því að það er ekki auðvelt að komast að hinu sanna í örlitlum smábæ sem er stútfullur af ljótum leyndarmálum.
Á sama tíma og Robin leitar að Tui koma nokkrar ráðvilltar miðaldra konur sér fyrir á jörð föður Tui með einskonar sjálfshjálparnámskeið undir handleiðslu GJ sem leikin er af Holly Hunter. Stórkostleg persóna og örugglega einn furðulegasti andlegi leiðtogi sem sést hefur á skjánum, hrikalega vel leikin af Holly.
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Jane Campion sem leikstjóra og ekki minnkaði hrifningin við að horfa á þessa þætti. Persónuleikasköpunin er algjörlega brilliant og leikurinn eftir því. Söguþráðurinn krassandi og spennandi í senn.
Þættirnir eru alls sjö sem gerir þetta að svokallaðri mini seríu en þeir voru tilnefndir til fjölda Emmy verðlauna en þar af fékk Jane Campion tvær og Elisabet Moss var einnig tilnefnd sem besta leikkonan.
Ef þú býrð svo vel að vera með áskrift að NETFLIX þá legg ég til að þú finnir þessa þætti og hafir það náðugt í sófanum á næstunni. Top of the Lake eru algjörir gæða-þættir sem eru spennandi og skilja eitthvað eftir sig.
Ef þú ert ekki þegar komin með NETFLIX þá geturðu lesið meira um það HÉR og allar ábendingar um hágæða efni á NETFLIX er vel þegið í kommentum við þessa færslu á Facebook síðunni okkar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.