Það getur verið rosalega notalegt á köldum vetrarkvöldum að kúra sig fyrir framan sjónvarpið og horfa á góða kvikmynd eða sjónvarpsefni.
Persónulega er ég orðin mjög þreytt á amerískri froðu og vel oftar en ekki að horfa á heimildarmyndir. Það er nefnilega til breitt úrval af virkilega vel gerðum og skemmtilegum heimildarmyndum.
Sería í umsjá breska fréttamannsins Louis Theroux, Weird Weekends, er í miklu uppáhaldi. Í þessari seríu ferðast Louis um Bandaríkin og tekur fyrir áhugaverða og oft á tíðum mjög svo einkennilega menningarkima bandarísks samfélags.
Hér eru þrjár myndir úr seríunni sem mér fannst mjög áhugaverðar og hægt er að nálgast á youtube og horfa á í fullri lengd!
The Brothel
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=n-XDKi86j0A[/youtube]
Miami Mega Jail
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TZVqbAUMM9A[/youtube]
The Nazi’s
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wTWT8xaCB5A[/youtube]

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.