Kvikmyndaáhugafólk ATHUGIÐ!
Í nokkurn tíma hef ég fylgst með ameríska sjónvarpsþættinum Inside the Actors Studio.
Þetta eru snilldar þættir og stjórnandi þáttarins, James Lipton, er ekkert nema fagmaður með þann hæfileika að skapa skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft fyrir viðmælendur sína sem skilar sér til okkar sem fáum að fylgjast með.
Það er ótrúlegt hvernig Lipton nær að nálgast leikara á borð við Charlize Theron, Juliu Roberts og Paul Newman. Mér líður iðulega eins og þessir leikarar séu staddir heima hjá mér í kaffi og spjalli þegar ég horfi á þessa þætti.
Fyrsti þátturinn var frumsýndur ’94. Í dag eru þáttaraðirnar orðnar 18 og 239 þættir hafa verið framleiddir. Inside the Actors Studio er tekinn upp í Michael Schimmel Center for the Arts, háskólasvæði Pace Art University í New York. Áhorfendur í sal eru nemendur leiklistardeildar háskólans.
Á meðal stórleikara sem birst hafa í þættinum eru Alec Baldwin, Jennifer Aniston, Barbra Streisand, Al Pacino, Robert de Nero, Bradley Cooper, Johnny Deep, Eva Longoria, Paul Newman og Halle Berry svo einhverjir séu nefndir.
Hægt er að nálgast einhverja af þáttunum á youtube.
Góða skemmtun.
[youtube]http://youtu.be/m35_e1u02Y4[/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bKDA05Q-oHU[/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_XKIh8zbmrM[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.