Ríkissjónvarpið mun á mánudagskvöldum sýna þættina Hefnd eða Revenge en það eru þættir sem hafa notið töluverða vinsælda erlendis og fá þættirnir einkunnina 8.2 á IMDB sem þykir nú nokkuð gott!
Þættirnir eru dramaþættir og fá þeir kveikjuna frá skáldsögunni The Count of Monte Cristo en þættirnir fjalla um unga konu að nafni Emily Thorne (leikin af Emily VanCamp) sem flytur til The Hamptons með þeim tilgangi að hefna sín á fólkinu sem sveik föður hennar þegar hún var ung stúlka.
Þættirnir hafa fengið mikil lof gagnrýnenda og voru þeir tilnefndir til verðlauna, þar á meðal Golden Globe verðlaunana, en þar er Madeleine Stowe sem leikur Victoria Grayson valdamikla konu í þáttunum tilnefnd sem besta leikkonan í drama sjónvarpsþáttum.
Taktu mánudagskvöldin frá í vetur. Hefnd er þáttur sem þú mátt ekki missa af.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kHIaORMG-AM[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.