Mér finnst mikið varið í nýjustu seríu Game of Thrones. Serían byrjar afar vel og ég tala nú ekki um hversu góður annar þátturinn var! Eitthvað sem allir áhorfendur hafa beðið eftir í langan tíma gerðist loksins!
Það er augljóst að það er meira spunnið í Petyr Baelish (Littlefinger) en marga hefði grunað. Þegar hann kemur með Sönsu Stark til frænku hennar, þá blaðrar Lysa Arryn útúr sér hlutum sem hún gerði fyrir hann.
Hún sagði ekki mikið, en nóg til að áhorfendur áttuðu sig á að Petyr er á bak við stríðið sem Stark ættin hóf við Lannister ættina!
Eitthvað sem mig grunaði alls ekki (enda hef ég ekki lesið bækurnar). Ég ætla ekki að fara meira útí þetta “plott” hjá honum, annars myndi þetta enda í ritgerð, en ég er alveg viss um að hann sé með meira óhreint mjöl í pokahorninu!
Cercei Lannister sýnir á sér nýja hlið eftir dauða Joffrey, sem ég bjóst ekki við. Hún virðist hafa mýkst upp og viðurkennir að völd skipta litlu máli þegar maður getur ekki verndað þá sem maður elskar.
Mér finnst hún alltaf svo köld en það er greinilegt að hún er ekki jafn harðbrjósta og hún virðist vera, það hlýtur að hafa tekið á að horfa á son sinn deyja í örmum sér.
Í lok þáttarins ráðast Jon Snow og félagar að Craster’s Keep (þar sem Craster var með dætur sínar (sem voru líka konurnar hans)) og bana Karl Tanner og félögum, sem tóku Bran Stark og vini hans fasta.
Bran Stark kemst undan og sér bróður sinn. Mér finnst skrýtið að hann hafi ákveðið að leita frekar að þríeygða hrafninum í stað þess að hitta bróður sinn, mér finnst líka þessi leit að hrafninum vera orðin full teygð og langdregin, en fyrst hann valdi að halda áfram að leita að honum fram yfir að hitta bróður sinn þá hlýtur að vera eitthvað mikið á bakvið hrafninn góða.
Fínasti þáttur þó það gerðist ekkert brjálæðislega mikið, mér finnst þeir þættir sem komnir eru hafa meira innihald í hverjum þætti en öll síðasta sería.
Bíð spennt eftir að meira af White Walkers og sterka manninum, hinum alíslenska Hafþóri Júlíusi Björnssyni!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður