Eftir að heimildarmyndin Catfish kom út (2010) barst fjöldinn allur af skilaboðum til aðalpersónu myndarinnar, Nev, í gegnum Facebook.
Nev fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem hafði lent í svipuðum aðstæðum að ákveðið var að fara í framleiðslu á sjónvarpsþáttum í anda myndarinnar.
Í þáttunum leiða Nev og vinur hans Max pör saman sem aldrei hafa hist í persónu. Sum pör hafa verið saman í nokkra mánuði, önnur hafa verið saman í MÖRG ÁR.
Er manneskjan sem viðkomandi hefur fallið fyrir sú sem hún segist vera? Eða er hún “steinbítur” (e. catfish)?
“Catfish er einstaklingur sem býr til falskan prófíl á netinu og þykist vera einhver annar en hann er með því að nota mynd og upplýsingar frá öðrum. Hann notar síður eins og Facebook eða Twitter vanalega í þeim tilgangi að láta aðra verða ástfangna af sér.”
Stikla úr þættinum:
[youtube]http://youtu.be/CMA4x7aXJT0[/youtube]
Til gamans þá er hér YouTube myndband af því þegar Nev hittir “Megan” í eigin persónu.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.