Skjár Einn hóf sýningar á þáttunum Once upon A time á laugardaginn síðasta, splunkuný sería sem hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi í lok október síðastliðnum.
Þættirnir eru ævintýraþættir og fjalla um tvo heima sem fléttast saman á ævintýranlegan hátt, en norninn í Mjallhvít og dvergarnir sjö leggur álög á heiminn um leið og Mjallhvít og prinsinn ætla að lifa hamingjusöm til æviloka.
Sögupersónurnar búa í smábæ í Bandaríkjunum sem kallast Storybrook og hafa þær ekki hugmynd um að þær eru í álögum. Þar er hægt að finna persónur úr ævintýrunum Mjallhvít og dvergarnir sjö, Öskubuska, Rauðhettu og fleiri. Þættirnir sýna frá báðum heimum og fáum við að kynnast persónunum og þeirra sögu í ævintýraheiminum og þar fáum við að sjá galdra, prinsessur, riddara á hvítum hestum og fleira furðulega skemmtilegt.
Að sjálfsögðu er plott og ef álög eru fyrir hendi í ævintýramyndaseríu þá er einhver sem þarf að leysa einhvern úr álögum, en það er í höndum dóttur Mjallhvítar, Emmu, sem leikin er af Jennifer Morrison.
Emma fær það hlutverk að leysa Storybrook úr álögum en að sjálfsögðu lendir hún í ýmsum ævintýrum í mannheimum þar sem nornin reynir allt sem hún getur til að láta spádóminn ekki rætast um að ung kona komi og bjargi ævintýraheiminum.
Þættirnir fá 8.4 á IMDB og lofa góðu ef þú ert fyrir ævintýraheima.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Rga4rp4j5TY[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.