Fyrir utan jólin og það að ég get tekið góðu úlpuna mína innan úr skáp er aðeins eitt gott við veturna, það að þá byrja allir góðu sjónvarpsþættirnir aftur!
Ég hef síðan ég man eftir mér verið algjörlega forfallinn sjónvarps- og kvikmyndafíkill en ég horfi samt sem áður ekki á hvað sem er. Þetta byrjaði allt, eins og hjá svo mörgum öðrum, með Friends.
Í áraraðir missti ég ekki úr þætti með Friends (ég geri mér fyllilega grein fyrir því hve sorglega þetta hljómar) og horfði varla á nokkuð annað, Friends fullnægði mínum kröfum um skemmtun nær algjörlega.
Seinustu árin hefur smekkur minn á sjónvarpsefni orðið eitthvað fjölbreyttari (þó að gamanþættir séu enn allsráðandi) og ég hlakka mikið til komandi vetrar þar sem hellingur af spennandi efni, bæði gömlu og nýju, er væntanlegt!
Hér er listi yfir nokkra þætti sem ég ætla að kíkja á í vetur…og líka nokkra gamla og góða sem er alveg þess virði að kíkja á á DVD!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.