Ég hef pælt svolítið í augnhárunum á mér. Málið er að mér hefur fundist rosa mál að hreinsa augnhárin, það er að segja að hreinsa maskarann og augnfarðann af.
Ég hef prófað heilan helling af augnfarðahreinsum sem hafa reynst misvel. Málið er að mig hefur langað að finna einhvern sem bæði hreinsar vel, nærir augnhárin og gerir þau lengri og ekki svona klesst eftir hreinsunina. Ég hef líka verið að vesenast með að þrífa neðri augnhárin, hef þurft að nota eyrnapinna til að hreinsa síðustu leifarnar af maskaranum og þetta tókst aldrei nógu vel þar til fyrir svona tveimur árum að ég keypti augnfarðahreinsi frá Guinot og hann þrælvirkar!
Augnhárin verða æðisleg á eftir. Hrein og fín, endurnærð, allur maskarinn hverfur af og svei mér þá ef þau eru ekki miklu fallegri og viðráðanlegri þegar ég set maskarann á.
Stúlkur. Við spáum mikið í hvaða sjampó og næringu við notum í hárið en gildir það sama um augnhárin sem verða þó almennt fyrir jafn miklu hnjaski, ef ekki meira? …..bara pæling.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.