Ég hef pælt svolítið í augnhárunum á mér. Málið er að mér hefur fundist rosa mál að hreinsa augnhárin, það er að segja að hreinsa maskarann og augnfarðann af.
Ég hef prófað heilan helling af augnfarðahreinsum sem hafa reynst misvel. Málið er að mig hefur langað að finna einhvern sem bæði hreinsar vel, nærir augnhárin og gerir þau lengri og ekki svona klesst eftir hreinsunina. Ég hef líka verið að vesenast með að þrífa neðri augnhárin, hef þurft að nota eyrnapinna til að hreinsa síðustu leifarnar af maskaranum og þetta tókst aldrei nógu vel þar til fyrir svona tveimur árum að ég keypti augnfarðahreinsi frá Guinot og hann þrælvirkar!
Augnhárin verða æðisleg á eftir. Hrein og fín, endurnærð, allur maskarinn hverfur af og svei mér þá ef þau eru ekki miklu fallegri og viðráðanlegri þegar ég set maskarann á.
Stúlkur. Við spáum mikið í hvaða sjampó og næringu við notum í hárið en gildir það sama um augnhárin sem verða þó almennt fyrir jafn miklu hnjaski, ef ekki meira? …..bara pæling.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.
12 comments
TAKK fyrir gott ráð prófa þetta hef verið í vanræðum eins og þú.
Takk
Hvað er málið með einkunnarorð síðunnar? Er ég bara svona húmorslaus?
Hvað með að nota bara sjampó og næringu á augnhárin líka. Þetta er jú líka hár. Bara hugmynd!
Ég hef í mörg ár notað camomile gentle aungfarða hreinsi frá Body Shop sem mér finnst einmitt ljúfur og góður fyrir augnhárin. Nýlega kynntist ég þó merki sem heitir Yes to carrots (snilldar vörur) og þar er til Eye and face makeup remover. Þetta er ekkert nema snilld, gott fyrir allt andlitið! Þetta var selt í Pier, en nú er verið að opna búð með þessu og fleiri náttúrulegum vörum – verslunin verður inni í Outlet Center við Skeifuna og ég get ekki beðið eftir að það opni – var búin að heyra að það verði bara núna á morgun, þannig að ég bíð spennt!!!
“Yes to carrots” er frábært nafn á vörumerki! 🙂
Vitiði hvar þetta fæst og kannski hvað kostar?
Hæ Helga. Þessar vörur eru bara seldar á snyrtistofum. T.d. hjá Ágústu í Hafnarstræti. Kostar svona sirka um 2500 kr í dag. (eftir kreppu)
Ég nota þennan alltaf þegar ég er búin með lagerinn af augnhreinsinum sem ég kaupi í USA. Þetta er laaaangbesti augnhreinsirinn sem til er á Íslandi að mínu mati (og ég er búin að prófa marga).
ég á það nú líka til að setja bara smávegis hreina olíu í bómull ef ég er með mikinn eða fastan maskara. Olía í bómull er besti andlits og augnfarðahreinsir sem ég hef kynnst, ótrúlegt líka að strjúka yfir andlitið þegar maður heldur að allt sé orðið hreint…. oh nei!
Hvernig olíu notarðu þá Laufey?
Penzim gelið eða lotionið erafar gott á andlitið hvort sem er á nóttu eða degi, ekki síst yfir nóttina því það bæði hreinsar húðina og gefur henni mjög góðan raka. Það er engin fita þ.e. olíur í Penziminu. Það er gott að nudda því vel inn í húðina mjög lítið í einu en endurtaka það.
ég hef notað t.d. möndluolíu eða aðra milda olíu, þess vegna olífuolíu. hægt að nota hverja sem er svosem á andlitið en þarf að fara varlega að viðkvæmri húð augnanna, ekki demba á sig piparmyntu-örvandi-olíu þar t.d.!