Sjálfsvarnarnámskeiðin okkar eru haldin á þriðjudags og fimmtudagskvöldum en þetta er einskonar skyndinámskeið í sjálfsvörnum.
Við eigum enn nokkur pláss laus og þú getur skráð þig núna með því að senda tölvupóst á pjattrofur@eyjan.is.
Skrifaðu “sjálfsvarnarnámskeið” í subject og láttu nafn, símanúmer og kennitölu fylgja með í póstinum.
Kostar 3500 kr og er greitt á staðnum.
Hér er hægt að lesa smáatriðin og hér er umsögn þáttakanda:
Ég fór ásamt systur minni og 2 bróðurdætrum á sjálfsvarnarnámskeiðið f.konur sem Pjattrófurnar stóðu fyrir í samvinnu við Mjölni.
Við vissum í raun ekkert hvað við vorum að skrá okkur á annað en að á tveimur kvöldum ætluðum að læra nokkur vel valin trikk til að geta bjargað okkur úr klóm karlmanns ef yrði á okkur ráðist!Við mættum tímanlega fyrra kvöldið og greiddum 3500 í námskeiðsgjald. Svo hófst kennslan undir styrkri handleiðslu Jóns Viðars og Auðar, frábær bæði tvö, og með allt á hreinu.
Við kófsvitnuðum allar með tölu í miklum hasar, glímutökum og ýmsum góðum brögðum sem við æfðum aftur og aftur. Tónlistin sá til þess að halda okkur við efnið og reglulegar vatnspásur komu sér vel 😉
Taka tvö var svo tveim kvöldum síðar og þá mætti hópurinn aftur, glaðar konur með harðsperrur frá því síðast en staðráðnar í að læra tökin!
Við tók upprifjun þar sem frá var horfið og svo fleiri ný “brögð” sem beita á þegar kona er komin í klípu.
Allt sem ég lærði þessar tvær kvöldstundir veit ég að mun koma sér vel ef svo illa vill til í framtíðinni að á vegi mínum verði illa þenkjandi karl! 🙂
Við skemmtum okkur konunglega, hlógum mikið og erum nokkrar staðráðnar í því að mæta í haust og læra meira í bardagaíþróttum og glímu, ég komin á fimmtugsaldurinn og frænka mín að hefja sitt menntaskólanám.
Námskeiðið er fyrir ALLAR konur og stelpur sem vilja vera öruggar með sig!
Bestu þakkir fyrir fróðlegt og skemmtilegt námskeið Pjattrófur og Mjölnir.
Halla.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.