Meðan okkar börn eiga það til að nöldra og tuða yfir því að þurfa að ganga heila 500 metra í skólann eða taka strætó eru krakkar um allann heim sem hætta bæði lífi og limum til þess að fá menntun.
Þau ganga fleiri, fleiri kílómetra, synda, klífa kletta og fara yfir mjög hættulega árvegi til að komast í skólann. Á sama tíma sitja okkar börn í aftursætum á upphituðum bílum og skoða Facebook í snjallsímanum meðan við skutlum þeim. Nú eða tuða mörg yfir því að þurfa að labba.
Það er misjafnt barnanna bölið í þessum heimi og ekkert að því að minna sig á hvað við höfum það gott.
Krakkarnir í Batu Busuk þorpinu rétt við Sumötru á Indónesíu höfðu áður brú til að fara yfir svo þau kæmust í skólann en þegar hún hrundi voru góð ráð dýr. Nú þurfa þau að ganga á línu til að komast yfir ánna og oft fara mörg yfir í senn.
Það eru ótal lönd í heiminum þar sem börn hætta lífi sínu til að komast í skóla. Þessir krakkar á Filipseyjum fara yfir ánna á gúmmíslöngu.
Þessir krakkar fara varlega yfir planka sem liggja yfir vatnsleiðslum, mikill kraftur í vatninu og ef þau misstíga sig er voðinn vís.
Menntun getur sannarlega breytt lífi fólks og er leiðin til frelsis sagði Nelson Mandela. Verðug og góð áminning.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.