Um daginn skrapp ég í leikhúsið með dóttur mína fimm ára til að horfa á leikritið um Sindra Silfurfisk enda þykir henni engin skemmtun jafnast á við leikhúsferð.
Leikritið sjálft var nokkuð ágætt. Ferlega skemmtilegir Black-light fiskar í góðu fjöri og krakkarnir alveg 100% með. Úlfhildur dóttir vinkonu mínnar hafði bara eitt um þetta að segja að verkinu loknu -hetta va fðábæþt! 🙂
En fyndnast fannst okkur vinkonu minni að sjá hvernig Karl Berndtsen og aðstoðarmaður hans komu við sögu í leikritinu. Reyndar var hann ekki kallaður Karl, heldur “demantafiskurinn” og það var klárt mál hvaðan höfundurinn sótti fyrirmyndina.
Þetta var svona fegrunarfiskur sem var agndofa yfir því hvað Sindri var lummó. Það þurfti að bæta snarlega úr útliti hans og svo var tekið til verka með tilheyrandi blacklight skrauti. Sindri synti vel skreyttur á braut en kvartaði undan því hvað hann væri orðin þungur -skrautið var að slyga hann.
Leikritið í heild sinni er nokkuð sætt. Góður boðskapur um hvernig allir eiga að vera sáttir við það sem guð gaf okkur og pæla ekki of mikið í því “hvað maður er”. Svo er þetta stutt og laggott fyrir yngstu stubbana og heilmikið ævintýri.
Miðinn kostar 1500 kr og ef þú spyrð mig þá verð ég að segja svona stund er alveg þess virði. Krakkarnir elska þetta og svo skreppur maður í kaffi með vinkonu á eftir meðan ungarnir fá kókómjólk. Bara huggó á sunnudegi -og kúltíverað!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.