Simon Cowell vill að nýfæddur sonur sinn, Eric, tali eins og Breti.
Cowell varð faðir í fyrsta sinn í febrúar á þessu ári með bandarískri kærustu sinni, Lauren Silverman, þegar sonur þeirra fæddist í New York City.
Hinn hálfsextugi Simon vill þó ekki að barnið fái bandarískan hreim:
„Ég vil klárlega að barnið mitt tali með breskum hreim,“ sagði Cowell.
„Kannski finnst mér það mikilvægt vegna þess að ég er Breti sjálfur. Ég hef kannski ekki alveg hugsað þetta til enda en mér þætti það skrítið að vera Breti en eiga barn sem talar með bandarískum hreim,“ sagði grínarinn góði.
Eflaust er þetta mjög góð áhersla í uppeldinu þar sem kaldhæðna sprellið í Cowell myndi ekki ná eins vel í gegn ef hreimurinn væri bandarískur, – og vonandi erfir sonurinn eitthvað af þessum töktum.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.