Eftir að Silvía Nótt tapaði hrikalega í Eurovision fór hún til Ameríku og hélt áfram að reyna að verða fræg. Hún gaf meðal annars út góðan disk sem margir hálfpartinn misstu af af því þeir voru enn svo pirraðir út í hana fyrir að hafa málað Aþenu rauða á Euro.
Engu að síður var þetta virkilega góð poppplata sem hefur allt til poppsins að bera og myndbandið við lagið Thank you Baby er líka fínasta popplag.
Eins og allir sem hafa fylgst eitthvað með Lady Gaga er klárt mál að Stephanie Germanotta, en svo heitir Lady Gaga, hefur fengið ríflegan innblástur frá Silvíu en íslensk blaðakona (Margrét Maack) á að hafa haft það eftir Gaga að hún sé mikill aðdáandi íslensku dívunnar.
Það er t.d. ákveðinn samhljómur hérna á milli myndbandsins við lagið Thank you Baby, með Silvíu sem kom út árið 2007 og Paparazzi með Lady Gaga sem kom út í fyrra og þá er maður ekki einu sinni byrjaður á samanburðarleiknum. Líkindin með þessum tveimur alter-egóum hafa verið ótrúlega mikil en í stuttu máli væri kannski hægt að lýsa Silvíu Gaga eða Lady Night sem einskonar brúnkusprautuðu-tísku-popp-ofdekruðu-erótísku einbirni -gone really bad.
Mikið væri ég svo til í að sjá Silvíu og Gaga ræða saman. Það væri sko gaman!
Thank you baby – Silvia Night
Paparazzi – Lady Gaga
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.