Gunnur Ásgeirsdóttir var svo heppinn að koma með bestu tillöguna að slagorði fyrir Filodoro sokkabuxur sem við Pjattrófur stóðum að í samstarfi við Díönnu hjá Filodoro.
Að launum fékk hún að fylla skúffurnar sínar af æðislegum sokkum og sokkabuxum. Slagorðið hennar er:
Filodoro – þú finnur muninn.
… og með því er hún auðvitað að vísa til þess að hér séu fínar sokkabuxur á ferð.
Hér sérðu svo nokkur dæmi um flottar sokkabuxur frá Filodoro fyrir haustið núna. Gaman að þessari tísku. Það er eins og naglalökk og sokkabuxur séu alveg málið í kreppunni, nákvæmlega eins og í kreppunni 1930-40 🙂

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.