Sigmundur Davíð, fosætisráðherra Íslands, kórónaði Nike-æðið og kom sér líkega í sögubækurnar þegar hann gerði sér lítið fyrir og hitti Barack Obama bandaríkjaforseta íklæddur spariskó á hægri fæti en reffilegum Nike-skó á þeim vinstri.
Karlanginn var með sýkingu í þeim vinstri og aðeins Nike skórinn fór nógu vel með fótinn. Við þekkjum þetta. Miðað við hversu takmarkað notagildi háir hælar hafa þegar hugsað er til íslensk veðurfars er ekkert skrýtið að íslenskar konur (plús einn kátur ráðherra) hafi tekið Nike-skó æðinu fagnandi.
Auk þess er aldrei gaman að renna um á svelli eins og belja í tuttugu vindstigum. Þá er betra að vera vel skóaður.
Þar sem að við Pjattrófur höfum tekið þessari tískubyltingu fagnandi og erum gleðipinnar af guðs náð viljum við efna til stórskemmtilegs leiks á Facebook.
Taktu mynd af þér í sitthvorum skónum, helst skóm sem passa alls ekki saman (ertu að fylgjast með Sigmundur?) og settu hana á Instagram með merkingunum #simmipjatt #pjattrofurnar #trendnike
Vinningshafinn, hvort sem er karl eða kona, fær svo glæsilegt Nike-Free par í verðlaun!
Við Pjattrófur bíðum flissandi spenntar við skjáinn! Refresh, refresh, refresh. HÉR geturðu skoðað myndirnar sem eru komnar… Við drögum eftir viku, eða þriðjudaginn 24. sept.
#simmipjatt #pjattrofurnar #trendnike
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.