Show Your Work: 10 ways to share your creativity and get discovered eftir Austin Kleon er bók sem ég keypti í sumar og er búin að lesa upp til agna.
Svo mjög höfðar bókin til mín að ég hef reglulega staðið fyrir húslestri heima hjá mér, kærasta mínum til “mikillar gleði”.
Show Your Work er leiðarvísir að velgengni fyrir bæði lista -og viðskiptafólk 🎸🎻🎹🎬📈💻
Hvernig áttu að tala um og kynna þig í partýum? Hvernig áttu að birtast öðrum á netinu? Hvernig áttu að skrifa um þig og verk þín, hvaða áttu að nefna og hverju áttu að SLEPPA? Hvaða samfélgasmiðlar henta þér best? Hvað virkar og hvað virkar EKKI þegar þú ert að koma þér á framfæri?
Bókin samanstendur af 10 skemmtilegum köflum og kaflaheitum sem leitast við að svara spurningum sem þessum. Má þar nefna:
- Share something small every day
- Tell good stories
- Talk about yourself at parties er sérlega áhugaverður undirkafli
- Teach what you know
Höfundurinn, Austin Kleon, er eins og hann kýs að lýsa sér rithöfundur sem teiknar: “Ég bý til list með orðum og bækur með teikningum.”
Bók hans Steal Like an Artist hlaut mikið lof gagnrýnenda og komst á “bestseller” lista vestanhafs.
Hann heldur reglulega fyrirlestra um sköpun í stafrænu umhverfi, til dæmis fyrir SXSW, TEDx, The Economist og víðar.
Verk hans hafa einnig verið birt í The New York Times, The Wall Street Journal og hjá NPR og PBS. Austin býr í Austin Texas og á netinu; austinkleon.com.
Viðskipti annars vegar og listsköpun hins vegar hafa verið ein af mínum helstu áhugamálum frá því ég man eftir mér og ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessi svið séu nátengd.
Það ætti í raun að vera öllum nokkuð augljóst sem starfa og eða hafa áhuga á viðskiptum og listageiranum. Án nýsköpunar verður ekki til vara og án viðskipta verður ekki hægt að koma vörunni á framfæri og selja hana. Þá tel ég að list geti verið bæði vara og þjónusta.
Bókina keypti ég í sumar í Mál og menningu á 2.995 kr. Ég veit ekki hvort hún sé enn í sölu en fyrir áhugafólk um sameiningu viðskipta og lista sakar ekki að athuga það.
Lestu einnig um persónuleika vörumerkja: Coca Cola er afi þinn
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.