Kólumbíska söngkonan Shakira eignaðist sitt fyrsta barn fyrir þremur mánuðum og að hennar sögn er þetta erfiðasta hlutverk hennar hingað til.
Söngkonan segir að enginn hafi sagt henni að það væri svona erfitt að vera móðir, hún hafði alls ekki gert sér grein fyrir því hversu margar bleyjur eitt barn þyrfti á dag og hversu mikil orka fer í það að hugsa um barnið sitt. Shakira segir að Milan litli sé samt sem mjög góður og hún elski hann meira en nokkuð annað, – hún hefði þó alveg viljað fá aðeins meiri fræðslu um foreldrahlutverkið áður en hann kom í heiminn.
Shakira finnur fyrir pressunni að koma sér aftur í form, hún hafi farið að vinna sem dómari í þættinum The Voice aðeins tveimur mánuðum eftir að hún átti Milan og hafi því þurft að gæta sér hófs í mataræði en starf hennar felst meðal annars í því að líta vel út. Shakira segir jafnframt að það sé mikil útlitsdýrkun í heiminum núna og að mamma hennar hafi ekki fundið fyrir jafn mikilli pressu að koma sér í form strax eftir að hún átti börnin sín. Henni finnst þetta afar mikil synd því að konur með smá línur séu mjög fallegar.
Shakira stundar Zumba af miklum krafti núna til að koma sér í “sviðsform” og hún segir að dansinn hafi hjálpað sér mjög mikið.
Að sögn Shakiru gæti hún ekki gert allt sem hún gerir í dag nema að kærastinn hennar Gerard Pique hjálpaði til. Hann er mjög ástríkur faðir sem eyðir miklum tíma með syni sínum, baðar hann, leikur við hann, skiptir á honum og gefur honum að borða og hin íðilfagra Shakira gæti hreinlega ekki hugað sér að gera þetta án hans!
Til að róa Milan litla spilar Shakira tónlist fyrir hann. Hún segir að hann sé með tónlistina í blóðinu og henni líkar það alls ekki illa. Nema hvað?!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig