Austuríska fyrirtækið Wolford er af sumum sagður hálfgerður Rolls Royce sokkabuxna í heiminum. Sokkabuxurnar eru í dýrari kantinum en eftir að ég prófaði þær hefur mér þótt erfitt að snúa til baka.
Þær endast ótrúlega lengi og lykkjuföll eru sjaldséð. Ef þú hefur ekki fjárfest í nýjum jóla eða áramótakjól eru flottar sokkabuxur þjóðráð til að hressa upp á gamla góða svarta kjólinn og það er af mörgu að taka í haust og vetrarlínu Wolford þetta árið.
Hinar gífurlega sexý “bondage” sokkabuxur hafa til dæmis slegið í gegn hjá stjörnunum vestanhafs og eru skemmtilega kinký. Hér gefur að líta nokkrar af nýjustu afurðum Wolford en merkið er t.d. til sölu í versluninni Sigurboganum á Laugavegi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.