Pjattrófurnar eru alltaf himinlifandi að fá nýja fagurkera í hóp pistlahöfunda og nú er sérstaklega gaman hjá okkur því við hópinn voru að bætast sérdeilis dýrðlegar týpur.
Þar sem þetta eru allt snillingar á sínum sviðum má búast við mikilli gleði á síðunni okkar en þegar hafa sést frá þeim einn eða fleiri pistlar.
Lestu hér meira um höfundana:
RÓSA
Dj De La Rosa eða Rósa Birgitta Ísfeld er mörgum vel kunn sem sönkona hljómsveitarinnar Sometime. Hún er líka mikil pjattrófa, fagurkeri og fantafínn ljósmyndari. Rósa á eitt barn og er með eitt á leiðinni (þegar þetta er skrifað). Hún er sporðdreki, fædd árið 1979. Rósa reið á vaðið í dag og skrifaði um frábært kokteilpartý sem hún hélt fyrir óléttar vinkonur!
______________________________________________________________
ÍSAK
Ísak Freyr Helgason er menntaður förðunarfræðingur. Hann útskrifaðist úr EMM árið 2007, þá 17 ára gamall. Síðan þá hefur Ísak starfað um víðan völl og komið að mörgum og ólíkum verkefnum af ýmsum stærðargráðum. Hans fyrsti pistill hér á pjattinu sló rækilega í gegn enda bæði hugrakkur og einlægur í senn.
ALEXANDRA
Alexsandra Guðmundsdóttir er nítján ára tískubloggari sem er nýflutt heim frá Los Angeles. Hún bloggar um allt sem henni dettur í hug varðandi tísku en hyggur á nám í Markaðsfræði – Fröken Guðmundsdóttir er rauðhærður sporðdreki… klassík.
______________________________________________________________
SIGRÚN PÉTURS
Sigrún Pétursdóttir er grafískur hönnuður að mennt en hefur eytt sl.tveimur árum í húsfreyjustörf og barneignir. Henni líður best með bækur í kringum sig, þá helst við arineld eða ofaní baðkeri. Ferðalög og munaður af ýmsu tagi eru ofarlega á óskalistanum auk þess sem hún hefur yndi af að gera eitthvað af sér. Sigrún er naut.
______________________________________________________________
EVA LAUFEY
Eva Laufey er 23 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún hefur virkilega gaman af því að baka, elda, taka myndir og blogga um mat. Hún heldur einnnig úti sínu eigin matarbloggi þar sem er að finna uppskriftir, myndir og vangaveltur um lífið og tilveruna. Hún er fædd 16 maí – ákveðið naut sem elskar kökur.
______________________________________________________________
JÓNA BJÖRG SÆTRAN
Jóna Björg er menntunarfræðingur, M.Ed., frá KHÍ, er með alþjóðlega vottun sem ACC markþjálfi frá ICF (International Coach Federation) og er einnig Feng Shui ráðgjafi.
Í vetur hefur Jóna Björg svo lagt stund á Hugræna atferlismeðferð (HAM) í Endurmenntun HÍ. Jóna Björg starfar sjálfstætt við einkaleiðsögn, námskeiðahald, ritstörf, fyrirlestra og ráðgjöf jafnt hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hún var leiðbeinandi hjá Brian Tracy International hér á landi og er fyrrverandi námstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.
Jóna Björg fer ótroðnar slóðir, elskar að takast á við krefjandi verkefni og finnst langmest gefandi að vinna með fólki að bættri líðan, meiri hamingju og hugrró.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.