Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Sex háskólaskvísur með fatamarkað á Loft – Laugardaginn 17 des

pjimageNæstkomandi laugardag ætla sex eldhressar háskólastýrir að halda fatamarkað á Loft í Bankastræti.

Senn ganga jólin í garð með hátíðarbrag, fallegum jólaljósum og dýrindis mat. Næstu daga verða því margir á kreiki um miðbæinn að klára jólagjafakaupin, ýmist á hlaupum eða á hugguegu rölti um miðbæinn. Glansmyndin er þó ekki ætíð raunveruleg því mörgum reynist erfitt að ná endum saman í desember og kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu. Sérstaklega ungu fólki í námi.

Nú hafa sex eldhressar háskóladömur úr HÍ fundið lausn við sínum raunum. Þær ákváðu að taka sig saman, hreinsa til í skápunum sínum og selja af sér spjarirnar á fatamarkaði um helgina, svona til að eiga fyrir jólunum og kannski til að aðrir fari ekki í köttinn. Gamalt hjá mér verður nýtt hjá öðrum.

Þær segjast kaupa sér alltof mikið af fötum þegar þær eigi pening og því sé tilvalið að hreinsa í skápunum nú fyrir jólin fyrir örlítinn aur fyrir jólagjöfum. Flíkurnar fara semsagt ódýrt en margt er ónotað og keypt erlendis. Helstu merkin eru Monki, River Island, Topshop, Urban Outfitters, Vintage, Cos, ZARA, Nike, Asos, Adidas Weekday og fleiri flott merki.

Fatamarkaðurinn verður haldinn á Loft í Bankastræti 7, 101 Reykjavík, laugardaginn 17. desember frá kl. 12-16.

 

Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum. Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.Mottó: Kýldu á það!