Eins og svo ófáar konur þá dái ég Sex and the City. Ég geng eiginlega svo langt í þessari aðdáun að ég sofna yfir þáttunum á hverju kvöldi. Jájá, smelli tölvunni á náttborðið og ýti á play. Ferlega notalegt.
Ég rakst á þennan lista þar sem farið er yfir 107 menn sem vinkonur mínar fjórar voru með á einhverjum tímapunkti. Listinn á að fara frá þeim sísta yfir í þann besta. Ég er auðvitað ekki sammála mörgu þarna – ég er jú búin að sjá þættina oftar en ég kæri mig um að telja og þykist mikill sérfræðingur í öllu sem við þeim kemur.
Hinsvegar er þetta hin skemmtilegasta upprifjun fyrir alla alvöru SATC aðdáendur.
Ó, Dr. Robert – hann mætti alveg veita mér læknishjálp á hverjum degi.
Richard – það var einhver óútskýranlegur sjarmi þar.
Smith. Smith. Smith. Þetta hár. Þessi líkami. Aldeilis fínn í alla staði. Alla staði segi ég.
Mr. Big – sennilega ástin í lífi mínu svona hvað sjónvarpsþætti varðar. Kíkið á listann – það er dálítið skemmtilegt að sjá andlit sem maður var búin að gleyma.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.